Fyrsti vinnudagurinn: 2. hluti


Lee el texto y responde a las preguntas.

Starfsnám mitt sem félagsliði hófst í síðustu viku. Það fer fram á heilsugæslustöð. Í byrjun var ég mjög spenntur. Ég kveið líka mjög fyrir því að vinna í 6 mánuði í öðru landi.

Til að forðast almenningssamgöngur valdi ég íbúð sem var nálægt starfsnáminu. Leiðin þangað liggur beint niður götuna. Ég þarf bara að ganga í tíu mínútur, fara yfir tvö gatnamót, og þá er ég kominn.

Mánudagurinn var stór dagur, fyrsti dagurinn minn. Ég fór snemma á fætur því ég þurfti að vera mættur klukkan 7:00 og ég vildi ekki vera of seinn. Þegar ég mætti beið ritarinn eftir mér. Ég kynnti mig og lét hana fá starfsnámssamninginn minn.

Hún lét mig hafa hlífðarbúnað: vinnuslopp, grímur og pakka með dauðhreinsuðum hönskum. Það er skylda að nota þennan búnað til að fylgja heilbrigðisreglugerðum. Stöðin skiptist í þrjá hluta; móttöku með ritara og læknastofu hægra megin. Vinstra megin er stórt rými fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara. Starfsnám mitt verður hjá þeim.

Fyrsta daginn fylgdi ég hjúkrunarfræðingi í störfum hennar. Við heimsóttum aldraða konu sem bjó ein. Þegar við komum inn var hún glöð að sjá okkur. Ég hjálpaði konunni að standa upp, fara í sturtu og klæða sig. Hjúkrunarfræðingurinn athugaði lyfseðlana hennar. Loks mældi hún blóðþrýstinginn hennar og skráði gildin.

Það sem eftir var af deginum heimsóttum við nokkra aðra sjúklinga og ég var hjúkrunarfræðingnum alltaf innan handar. Síðasta sjúklingnum leið ekki vel. Eftir að hafa tekið púls og mælt hita hringdi hjúkrunarfræðingurinn á sjúkrabíl og var sjúklingurinn fluttur með flýti á sjúkrahús. Sem betur fer líður sjúklingnum betur núna.

Á þriðjudaginn aðstoðaði ég með sáraumbúðir. Fyrst þarf að fjarlægja sáraumbúðirnar, þrífa sárið og setja svo nýjar sáraumbúðir á.

Næstu daga fylgdi ég hjúkrunarfræðingunum og lærði að mæla hita, blóðþrýsting og hjartslátt. Ég lærði einnig að gefa sprautur.

Föstudaginn þurfti ég að fylla á lyf sjúklinganna í apótekinu. Ég þurfti að bíða lengi því það var mjög mikið af fólki þar.

Heilt yfir elskaði ég fyrstu vikuna. Hjúkrunarfræðingarnir voru mjög almennilegir og ég fékk tækifæri til að hitta marga sjúklinga. Ég er að læra mjög mikið. En þetta er meira krefjandi en skólinn. Ég fór mjög þreyttur heim á hverju kvöldi. Ég ætla að taka því rólega þessa fyrstu helgi og vera bara heima.

Í næstu viku mun ég aðstoða sjúkraþjálfarann. Það verður öðruvísi vinna. Ég mun hjálpa sjúklingunum hans að hreyfa sig og gera æfingar til að bæta hreyfigetu þeirra.