Að gefa upplýsingar


Read the text and answer the questions.

Eigandi verkstæðis: Daginn, velkominn á verkstæðið okkar, hvernig get ég aðstoðað þig?

Viðskiptavinur: Daginn, ég er að koma með bílinn minn í viðgerð.

Eigandi verkstæðis: Ókei. Hvað er að?

Viðskiptavinur: Það er skrítið hljóð undir húddinu og það er erfitt að stíga á bremsuna.

Eigandi verkstæðis: Allt í lagi, við kíkjum á þetta. Heyrist þetta hljóð alltaf? Hversu lengi hefur það heyrst?

Viðskiptavinur: Já, alltaf, síðastliðna viku. En það er hærra þegar ég beygi til vinstri.

Eigandi verkstæðis: Ég skil. Við geymum bílinn og hringjum í þig þegar við vitum hvað er að. Hentar það þér?

Viðskiptavinur: Já, fullkomið. Borga ég núna?

Eigandi verkstæðis: Nei, ég gef þér reikning þegar bíllinn er tilbúinn.

Viðskiptavinur: Hvenær heldur þú að hann verði tilbúinn?

Eigandi verkstæðis: Eftir tvo eða þrjá daga.