OLS Blog

European Day of Languages – September 26

European Day of Languages – September 26

by Íris OLS Community Manager -
Number of replies: 0


Source: OLS

*ENGLISH VERSION BELOW*

Halló kæra OLS samfélag!

Síðan 2001 hafa Evrópusambandið og Evrópuráðið haldið upp á Evrópska tungumáladaginn (ETD) þann 26. september.

Markmið þessa dags er að vekja athygli á fjölbreytileika tungumála í Evrópu, stuðla að varðveislu menningararfs og málfræðilegs fjölbreytileika, hvetja til tungumálanáms og kynna störf á sviði þýðinga, túlkunar og annarra tungumálatengdra greina.

Fjöltyngi er eitt af grundvallarviðmiðum Evrópusambandsins (ESB) og lykilþáttur í menningarlegri sjálfsmynd Evrópu. ESB eitt og sér hefur 24 opinber tungumál, og talið er að yfir 225 tungumál séu töluð um alla álfuna.

Að rækta þekkingu á evrópskum tungumálum hjálpar til við að þróa farsæl samskipti á milli mismunandi málhópa, eykur gagnkvæman skilning á milli menningarheima og stuðlar að umburðarlyndari og samhygðari samfélögum. Að auki eykur það að tala mörg tungumál möguleika þína á að hefja feril í öðru landi. Hljómar það ekki spennandi?

Hjá OLS hefur þú tækifæri til að gera einmitt þetta með aðgangi að námskeiðum og efni til að læra allt að 29 evrópsk tungumál! Í september og október hefur Evrópusambandið skipulagt fjölmarga viðburði sem þú getur tekið þátt í. Skoðaðu lista yfir viðburði HÉR til að sjá hvað er í boði í þínu nágrenni og taktu þátt í hátíðarhöldunum fyrir Evrópska tungumáladaginn 2024!


Gleðilegan Evrópskan tungumáladag! :-)


Íris Líf, OLS Community Manager – Icelandic  
 

--- 

ENG 

Hello community! 

Since 2001, the European Commission and the Council of Europe have celebrated the European Day of Languages (EDL) on September 26. 

This observance aims to raise awareness of Europe's linguistic diversity, advocate for cultural heritage and linguistic diversity, encourage language learning, and promote translation, interpretation, and other language-related professions. 

Multilingualism is one of the founding principles of the European Union (EU) and a key element of Europe's cultural identity. The EU alone has 24 official languages, and it is estimated that more than 225 indigenous languages are spoken across the continent.  

Nurturing knowledge of European languages helps develop successful connections between different linguistic groups, promotes intercultural understanding, and fosters more tolerant and empathetic societies. Additionally, speaking multiple languages increases your chances of starting a career in another EU country. Isn’t that appealing? 

At OLS, you have the opportunity to do just that by accessing courses and materials to learn up to 29 European languages! Throughout September and October, the European Union has organised numerous events for you to participate in. Check out the list of activities HERE to see what is happening around you and join the EDL 2024 celebrations! 

 

Happy European Day of Languages! :-) 

 

Íris Líf, OLS Community Manager – Icelandic