OLS Blog

Ráð til að lifa sparnaðarvænu lífi á Íslandi

Ráð til að lifa sparnaðarvænu lífi á Íslandi

by Íris OLS Community Manager -
Number of replies: 1

Halló OLS samfélag! 

 

Ísland er stórkostlegt land með stórbrotinni náttúru, einstökum menningararfi og líflegu borgarlífi. Hins vegar er ekkert leyndarmál að það getur verið dýrt að búa hér. Fyrir skiptinema getur það verið áskorun að halda kostnaði niðri og njóta alls sem Ísland hefur upp á að bjóða. En ekki hafa áhyggjur—það eru margir möguleikar til að lifa hagkvæmu lífi á Íslandi. Í þessari bloggfærslu deilum við ráðum sem hjálpa þér að spara peninga.  

 

1. Verslaðu skynsamlega 

 

Matvörur geta verið einn stærsti kostnaðarliðurinn á Íslandi, en með því að velja réttar verslanir geturðu sparað mikið. 

Bónus, Krónan & Prís eru bestu kostirnir fyrir hagkvæm innkaup. Þessar verslanir bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval á betra verði en t.d. Hagkaup eða 10-11. 

Fylgstu með tilboðum og afsláttarrekkum, sérstaklega í ferskvörudeildinni og bakaríinu. 

 

2. Nýttu þér ókeypis eða ódýra afþreyingu 

 

Ísland er fullt af náttúruundrum sem kosta ekkert að njóta! 

Kannaðu gönguleiðir eins og Esjuna eða Reykjadalinn fyrir ókeypis útivistarævintýri. 

Farðu í almennings sundlaugar, sem eru tiltölulega ódýrar (yfirleitt um 1.000–1.500 ISK) og frábær leið til að slaka á. 

Skoðaðu ókeypis safn eða viðburði á menningarhátíðum eins og Menningarnótt. 

 

3. Eldaðu heima 

 

Að borða úti á Íslandi getur verið dýrt, svo það er mikill sparnaður að elda heima. 

Skipuleggðu máltíðirnar þínar og útbúðu nesti til að forðast að kaupa dýran skyndibita. 

Prófaðu íslenskt hráefni, eins og skyr 

Fjárfestu í fjölnota vatnsbrúsa. Ísland er með eitt hreinasta kranavatn í heimi, svo það er óþarfi að eyða pening í vatn í plastflöskum. 

 

4. Nýttu almenningssamgöngur 

 

Þótt bílaleiga sé þægileg getur hún verið dýr. Reyndu frekar að nýta almenningssamgöngur fyrir daglegar ferðir. 

Strætisvagnar í Reykjavík, Strætó, eru skilvirkir og tiltölulega ódýrir, sérstaklega ef þú kaupir mánaðar- eða árskort. 

 

5. Finndu góð kaup á nytjamörkuðum 

 

Á Íslandi er sterk menning í kringum sjálfbærni, sem gerir nytjamarkaði að frábærum kostum. 

Kíktu á verslanir eins og Rauða krossinn eða Kolaportið, vinsælan helgarskiptimarkað í Reykjavík. 

Fyrir húsgögn og heimilisvörur geturðu skoðað Facebook Marketplace hópa eða notað síður eins og Bland.is. 

 

6. Nýttu nemendaafslætti 

 

Ef þú ert nemandi skaltu nýta þér alla þá afslætti sem eru í boði: 

Margir verslanir, söfn og samgöngur bjóða upp á nemendaafslætti—sýndu einfaldlega nemendaskírteinið þitt. 

Hugleiddu að kaupa nemendakort fyrir sundlaugar eða líkamsræktarstöðvar.  

 

7. Njóttu ókeypis íslenskrar afþreyingar 

 

Afþreying þarf ekki að kosta mikið! 

Horfðu á norðurljósin yfir vetrartímann—það er ókeypis og stórkostlegt. 

Taktu þátt í samfélagsviðburðum eða skiptinemahópum til að hitta fólk án mikils tilkostnaðar. 

Skoðaðu götulistaverk í Reykjavík eða farðu í sjálfsleiðsögn um borgina. 

 

Það þarf ekki að tæma budduna til að búa á Íslandi. Með því að taka skynsamar ákvarðanir, skipuleggja fram í tímann og nýta náttúruna þá geturðu notið ótrúlegrar upplifunar án þess að eyða of miklu. 

 

Hefur þú einhver ráð til að lifa sparnaðarvænu lífi á Íslandi? Deildu þeim með samfélaginu—við viljum gjarnan heyra hugmyndirnar þínar! 

 

Íris Líf, OLS Community Manager – Icelandic 


In reply to Íris OLS Community Manager

Re: Ráð til að lifa sparnaðarvænu lífi á Íslandi

by Íris OLS Community Manager -
Budget-Friendly Tips for Living in Iceland



Hello OLS Community!



Iceland is a breathtaking country with its stunning landscapes, unique culture, and vibrant city life. However, it’s no secret that living here can be expensive. For newcomers or exchange students, managing costs while enjoying all that Iceland has to offer can seem like a challenge. But don’t worry—there are plenty of ways to make life in Iceland more budget-friendly. In this post, we’ll share tips to help you save money while making the most of your experience.



1. Shop Smart for Groceries



Groceries can be one of the biggest expenses in Iceland, but choosing the right stores can make a significant difference.

• Bónus, Krónan & Prís are your best bets for affordable groceries. These stores offer a wide range of products at reasonable prices compared to others like Hagkaup or 10-11.

• Look out for special deals and discount shelves, often found in the fresh produce and bakery sections.



2. Take Advantage of Free or Low-Cost Activities



Iceland is full of natural wonders that cost nothing to enjoy!

• Explore hiking trails like Esjan or the Reykjadalur hot spring hike for free outdoor adventures.

• Visit public geothermal pools, which are relatively inexpensive (usually around 1,000–1,500 ISK) and a great way to relax.

• Check out free museums and events during cultural festivals like Culture Night (Menningarnótt).



3. Cook at Home



Dining out in Iceland can be expensive, so cooking at home is a great way to save.

• Plan your meals and prepare lunches to avoid buying pricey takeaway options.

• Get creative with Icelandic ingredients, such as skyr.

• Invest in a reusable water bottle. Iceland has some of the purest tap water in the world, so there’s no need to spend money on bottled drinks.



4. Use Public Transportation

While renting a car is convenient, it can be costly. Instead, rely on public transportation for everyday travel.



• Reykjavik’s Strætó bus system is efficient and relatively inexpensive, especially if you purchase a monthly pass.



5. Find Secondhand Deals



Iceland has a strong sustainability culture, making secondhand shopping a great option.

• Check out thrift stores like Rauði Krossinn (The Red Cross) or Kolaportið, a popular weekend flea market in Reykjavik.

• For furniture and household items, look at local Facebook Marketplace groups or secondhand websites like Bland.is.



6. Use Student Discounts



If you’re a student, take advantage of the many discounts available to you:

• Many stores, museums, and transportation services offer student discounts—just show your student ID.

• Consider purchasing a student pass for swimming pools or gyms.



7. Learn to Love Iceland’s Free Entertainment



Entertainment doesn’t have to be expensive!

• Catch the Northern Lights during the winter months—it’s free and magical.

• Join community events or student meetups to socialize without spending much.

• Explore Reykjavik’s street art or take a self-guided walking tour of the city.





Living in Iceland doesn’t have to drain your wallet. By making smart choices, planning ahead, and taking advantage of Iceland’s natural beauty and community resources, you can enjoy an incredible experience without overspending.



Do you have any budget-friendly tips that have worked for you in Iceland? Share them with the community—we’d love to hear your ideas!



Íris Líf, OLS Community Manager – Icelandic