OLS Blog

Naming Traditions in Iceland: First Names, Patronymics, and the Naming Committee

Naming Traditions in Iceland: First Names, Patronymics, and the Naming Committee

autor Íris OLS Community Manager -
Počet odpovědí: 1

Halló OLS samfélag 

 

Ef þú hefur dvalið eitthvað á Íslandi hefurðu líklega tekið eftir því að Íslendingar nota nöfn með aðeins öðrum hætti en flest önnur lönd. Hér eru engir herra eða frú í daglegu tali, og eftirnöfn eru ekki ættarnafn í hefðbundnum skilningi. Nafnasiðir Íslendinga eru einstakir og endurspegla tungumálið, sögu þjóðarinnar og jafnræði í samskiptum. 

 

Hér förum við yfir helstu atriði íslenskra nafna: skírnarnöfn, föðurnöfn og hlutverk Mannanafnanefndar. 

 

Skírnarnöfn koma alltaf fyrst 

 

Á Íslandi notar fólk fyrstunafnið sitt í öllum aðstæðum hvort sem það er á fundi með lækni, í skólastofu eða í stjórnmálum. Það er eðlilegt að tala beint við forseta Íslands með skírnarnafni hans, Guðni, og það er ekki ókurteisi heldur hluti af venju. 

 

Engar formlegar titlarnir eru notaðir í daglegum samskiptum, og það skapar jafnara og afslappaðra andrúmsloft þar sem allir eru á sömu hæð. 

 

Ekkert ættarnafn bara föðurnöfn (og stundum móðurnöfn) 

 

Flestir Íslendingar bera ekki eftirnafn í hefðbundnum skilningi heldur nota föðurnafn sem byggir á fyrsta nafni föðurins (eða stundum móðurinnar), ásamt endingunni -son (sonur) eða -dóttir (dóttir). 

 

Til dæmis: 

 Ef Jón á son sem heitir Árni, þá heitir hann Árni Jónsson 

 Ef Jón á dóttur sem heitir Sigríður, þá heitir hún Sigríður Jónsdóttir 

 

Móðurnöfn eru sífellt algengari, sérstaklega ef móðirin gegnir stærra hlutverki í uppeldi barnsins, eða samkvæmt vilja foreldra. Ef móðirin heitir Ásdís gæti barnið heitið Anna Ásdísardóttir eða Bjarni Ásdísarson. 

 

Eins og sést breytist “eftirnafnið” með hverri kynslóð, því það endurspeglar ekki ætt heldur tengsl við foreldri. 

 

Mannanafnanefndin já, hún er raunveruleg 

 

Til þess að varðveita íslenskt mál og nafnahefðir hefur Ísland sérstaka nefnd sem samþykkir ný nöfn: Mannanafnanefnd. 

 

Ef foreldrar vilja skíra barn sitt nafni sem ekki er á samþykkta listanum þurfa þau að sækja um leyfi. Nefndin metur nafnið út frá ákveðnum reglum: 

 Nafnið þarf að fylgja íslenskri málfræði 

 Nafnið má aðeins innihalda stafi sem finnast í íslensku stafrófi (ekki c, q, w, z) 

 Nafnið má ekki vera niðurlægjandi eða óviðeigandi 

 

Nöfn eins og Harriet og Ludwig hafa verið hafnað í fortíðinni þar sem þau samræmdust ekki íslenskum málreglum eða stafsetningu. 

 

Þó reglurnar séu strangar, eru þær settar til að vernda íslenska tungu og menningu. Undanfarin ár hefur verið nokkur þróun í átt að meiri sveigjanleika, en markmiðið er enn að halda í rætur málsins. 

 

Hvað þýðir þetta fyrir þig sem skiptinema eða gest á Íslandi? 

 

Þú gætir lent í því að fólk spyrji þig ekki um eftirnafn þitt, heldur muni bara fyrsta nafnið. Það er eðlilegt. Þú munt líka venjast því að tala við alla jafnvel kennara og heilbrigðisstarfsfólk með skírnarnafni þeirra. 

 

Ef þú dvelur lengur á Íslandi, muntu kannski prófa að búa til þitt eigið íslenska nafn með föðurnafni eða móðurnafni. Ef þú heitir María og faðir þinn heitir Erik, þá myndir þú heita María Eriksdóttir á íslenskan máta. 

 

Það að læra um íslenska nafnahefð er meira en bara fróðleikur það hjálpar þér að skilja hvernig Íslendingar hugsa um sjálfsmynd, jafnræði og tengsl við söguna. Nafnið þitt segir ekki bara hver þú ert, heldur líka hvernig samfélagið nálgast mannleg samskipti. 

 

Hefur þú rekist á áhugavert nafn á Íslandi? Hefur þú prófað að finna út hvernig þú myndir heita á íslensku? Deildu með okkur í athugasemdunum. 

 

--

Íris Líf, OLS Community Manager - Icelandic 


V odpovědi na Íris OLS Community Manager

Re: Naming Traditions in Iceland: First Names, Patronymics, and the Naming Committee

autor Íris OLS Community Manager -
Naming Traditions in Iceland: First Names, Patronymics, and the Naming Committee


If you’ve spent some time in Iceland, you may have already noticed that Icelanders use names a little differently than in most other countries. From skipping formal titles to having no family surnames, the Icelandic approach to naming is unique and deeply connected to language and culture.



Let’s take a closer look at how names work in Iceland.



Always First Names First Always



In Iceland, everyone is addressed by their first name, no matter their age, job, or status. Whether you’re talking to your professor, your doctor, or even the president, first names are the norm. There are no “Mr.” or “Ms.” in everyday use, and using someone’s first name is considered respectful and appropriate.



This creates a more informal and equal atmosphere, where titles and hierarchy are less important in social interactions. You’ll quickly get used to calling people like your landlord or dentist by their first name and they’ll do the same with you.



No Family Surnames, Just Patronymics



Most Icelanders don’t have family surnames passed down through generations. Instead, they use patronymics, which means their last name is based on their father’s first name, with the suffix -son (son) or -dóttir (daughter).



For example:

• If Jón has a son named Árni, the son’s full name is Árni Jónsson.

• If Jón has a daughter named Sigríður, she is Sigríður Jónsdóttir.



Some people choose to use matronymics instead, especially if they have a closer relationship with their mother or prefer that form. If the mother’s name is Ásdís, then the names could be Anna Ásdísardóttir or Bjarni Ásdísarson.



Each generation may have different “last names,” since the names depend on the parent’s first name, not a fixed family name.



The Icelandic Naming Committee Yes, It’s Real!



Because of Iceland’s commitment to preserving its language and naming traditions, a special body exists to approve all new names: the Icelandic Naming Committee (Mannanafnanefnd).



If parents want to give their child a name that’s not already on the official list of accepted names, they must apply for approval. The committee reviews new names based on several criteria:

• The name must follow Icelandic grammar rules

• It must contain only letters from the Icelandic alphabet (no c, q, w, or z)

• It should not cause the bearer embarrassment or be too foreign-sounding



Names such as Harriet or Ludwig have been rejected in the past for not fitting these standards. The rules are strict, but they reflect a desire to keep Icelandic language and culture strong, especially in such a small population.



What This Means for You as a Learner or Visitor



This system may feel unusual at first, especially if you’re used to using family names and formal titles. But in Iceland, people will quickly learn your first name and likely not ask about your last name at all. It’s normal and expected to speak to everyone using just their first name, even in professional settings.



You might also be asked about your parents names if you stay in Iceland for a long time, as this is how Icelanders would create a patronymic for you. Try it for fun: if your name is Maria and your father is Erik, you would be Maria Eriksdóttir in the Icelandic style.



Understanding Icelandic naming traditions gives you more than a few helpful language tips it opens a window into how Icelanders see identity, equality, and their connection to history. You’ll likely hear fewer surnames, but far more stories behind names, and that’s part of what makes Iceland such an interesting place to live and learn.



Have you encountered a name in Iceland that surprised you? Or tried creating your own Icelandic-style name? Share in the comments!

--
Íris Líf, OLS Community Manager - Icelandic