OLS Blog

Icelandic Humour: Dry, Subtle, and Very Local

Icelandic Humour: Dry, Subtle, and Very Local

OLS Community Manager Íris發表於
Number of replies: 1

Íslenskur húmor: Þurr, látlaus og mjög staðbundinn 

  

Að skilja húmor í nýju tungumáli getur verið áskorun og íslenskur húmor er engin undantekning. Ef þú hefur einhvern tíma setið með Íslendingum og verið óviss um hvort þeir séu að grínast eða alvara sé á ferð, þá ert þú ekki ein(n). Húmorinn hér er oft svo látlaus að hann læðist framhjá þeim sem ekki þekkja hann og stundum jafnvel þeim sem gera það. 

 

En þegar þú venst honum og lærir að þekkja hann, þá opnast fyrir þér heimur af sniðugum, kaldhæðnum og oft furðulegum brandaraskap sem endurspeglar íslenska lífssýn og menningu. 

 

Þurr kaldhæðni 

 

Íslendingar nota oft húmor án þess að breyta raddsniði eða andliti. Þeir gætu sagt eitthvað fáránlegt með alvarlegustu rödd og virðast algjörlega einlægir. Þetta kallast þurr húmor, og hann byggir á því að áheyrandinn skynji kaldhæðnina sjálfur ekki með látbragði heldur samhengi. 

 

Dæmi: 

Ef einhver segir, „Já, þetta er nú alveg frábært veður í dag,“ á meðan rigning og rok geisa úti, þá eru þeir að grínast þó röddin hljómi eins og þeir meini það. 

 

Fáránleiki og öfgar 

 

Annar hluti íslensks húmors er fáránleikinn. Fólk hefur gaman af því að ýkja smáatriði, búa til ótrúlegar sögur um hversdagslega hluti eða bregða út af vananum með undarlegum lausnum. Þetta kemur oft fram í leikritum, sjónvarpsþáttum og hversdagslegu spjalli. 

 

Áramótaskaupið, gamanþáttur sem sýndur er á gamlárskvöld ár hvert, er fullkomið dæmi um þetta þar er gert grín að atburðum liðins árs með ýkjum, furðulegum karakterum og stundum algerlega ruglaðri framvindu. 

 

Að hlæja að sjálfum sér 

 

Íslendingar eru góðir í að gera grín að sjálfum sér. Það er algengt að fólk geri lítið úr eigin mistökum, tali um veðrið, fátækt námsmannalíf eða dýrt verðlag með léttum húmor. Þetta er ekki kvörtun þetta er leið til að takast á við hlutina með bros á vör. 

 

Setningin „þetta reddast“ er gott dæmi. Hún merkir að hlutirnir muni einhvern veginn ganga upp en hún er líka oft notuð í hálfkaldhæðnu samhengi þegar augljóst er að málin eru í rugli. 

 

Staðbundið og menningarlegt 

 

Margt í íslenskum húmor byggir á sameiginlegri reynslu: nöfn á bæjarfélögum, stjórnmál, landsbyggðin, Reykjavíkurakstur í snjó eða lífið í sundlaugum. Fyrir nýbúa getur verið erfitt að skilja strax hvað er fyndið en með tímanum, þegar þú kynnist landinu og fólkinu betur, þá detturðu inn í flæðið. 

 

Húmorinn kemur líka oft fram í hinu smáa: orðaleikjum, frösum sem breyta merkingu eftir tóntegund, eða því hvernig fólk lýsir ótrúlega hversdagslegum hlutum með alvarlegum róm. 

 

Hvernig getur þú tekið þátt? 

 

Að ná íslenskum húmor krefst æfingar, en hér eru nokkur ráð: 

Hlustaðu eftir kaldhæðni oftast kemur hún í alvarlegum tón. 

Búðu þig undir fáránlegar sögur sérstaklega í spjalli við vini. 

Horfa á íslenska þætti Áramótaskaupið, Fóstbræður og gamanefni á RÚV eru góð byrjun. 

Ekki vera feimin(n) við að spyrja flestir Íslendingar munu glaðir útskýra brandarann. 

Prófaðu að grínast sjálf(ur) til dæmis með því að gera grín að veðrinu, matnum eða sjálfum þér. 

 

Það er ekki krafa að vera fullkominn í tungumálinu til að skilja húmorinn oft dugir smá innsýn og opið hugarfar. Þegar þú byrjar að hlæja með eða jafnvel grínast til baka þá veistu að þú ert að verða hluti af samfélaginu. 

 

Íris Líf, OLS Community Manager - Icelandic 

 


In reply to OLS Community Manager Íris

Re: Icelandic Humour: Dry, Subtle, and Very Local

OLS Community Manager Íris發表於
Icelandic Humour: Dry, Subtle, and Very Local



Hello OLS community



Humour is one of the trickiest parts of a language to understand and Icelandic humour is no exception. If you’ve ever sat with Icelanders and felt unsure whether they were joking or being serious, you’re not alone. Humour in Iceland is often so subtle it can pass by unnoticed even by those who are fluent in the language.



But once you start to recognise it, Icelandic humour reveals itself as clever, deadpan, and often delightfully strange. It reflects the culture’s understated style, resilience, and ability to find laughter in everyday life.



Dry and Deadpan



Icelanders often make jokes with a completely straight face. They may say something absurd, sarcastic, or ironic without any change in voice or expression. This is known as dry humour, and the fun lies in picking up on the irony yourself not through body language or laughter.



Example:

If someone says, “Yes, the weather is absolutely amazing today,” while standing in the middle of freezing wind and rain, they’re joking but saying it seriously is what makes it funny.



Absurdity and Exaggeration



A strong part of Icelandic humour is absurdity. People enjoy creating ridiculous stories, making over-the-top comments about everyday things, or exaggerating small issues in a dramatic way. It’s playful, creative, and sometimes completely random.



You’ll see this in Icelandic TV, sketch comedy, and especially in the New Year’s Eve show Áramótaskaupið, which uses satire and absurdity to review the year’s events in a humorous way.



Laughing at Yourself



Self-deprecating humour is very common in Iceland. People joke about their own lives, the unpredictable weather, or how expensive everything is. It’s not seen as complaining it’s a way of dealing with challenges by smiling at them.



A classic phrase is “þetta reddast” (it will all work out). It’s often said when things clearly aren’t going to plan, which makes it funny in a very Icelandic way.



Local and Cultural References



A lot of Icelandic humour relies on shared knowledge. People make jokes about local places, regional accents, politicians, public services, or habits unique to Iceland. If you’re new, you might not get every reference right away but that’s part of the learning process.



Comedians, talk shows, and even everyday conversations are filled with these subtle jokes, and over time you’ll start to catch on and even laugh along.



How to Join the Fun



Getting into Icelandic humour takes time, but here are some tips to help you get started:

• Listen for sarcasm especially when someone sounds very serious.

• Don’t expect big reactions even funny things are said calmly.

• Watch Icelandic comedy shows like Áramótaskaupið or Fóstbræður.

• Ask if you don’t understand most Icelanders are happy to explain a joke.

• Try making simple jokes yourself about the weather, daily life, or language learning.



You don’t need perfect grammar to be funny sometimes the best jokes come from just trying to speak and being open to the unexpected.



Understanding Icelandic humour isn’t just about learning jokes it’s about connecting with people. It shows that you’re becoming part of the culture, picking up on the shared moments, and maybe even starting to laugh at the same things. And once you do, you’ll find that humour is a powerful way to feel at home.



Íris Líf, OLS Community Manager - Icelandic